BBQ rif og franskar

Miðvikudagurinn 19.október réðu nemendur hvað var í matinn. Fyrir valinu varð BBQ rif og franskar.

Gríðarleg ánægja var með þetta uppbrot í skólanum og hafði einn nemandi orð á því að líklega væri Styrmir besti kokkur í heimi.

Það var gaman að geta komið til móts við okkar frábæru nemendur og munum við gera þetta aftur á næstu önn.

Hér koma nokkrar myndir frá hádeginu.

Bleikur dagur í Hlíðarskóla

Í dag föstudaginn 14.október var bleikur dagur í Hlíðarskóla.
Margir mættu í einhverju bleiku en það var alveg valfrjálst.
Boðið var upp á að fá bleikt sprey í hárið eða bleikt naglalakk fyrir þá sem vildu.
Í morgunmatnum var hefðbundin morgunmatur en með köku í eftirrétt með fallegu bleiku skrauti ásamt bleikum djús í tilefni dagsins.

Yndislegur dagur með okkar nemendum og förum við svo sannarlega ánægð inn í helgina.
Hérna koma nokkrar myndir sem teknar voru í morgunmatnum.

Foreldrafundur 12.10

Fundur var haldin með foreldrum í Hlíðarskóla miðvikudaginn 12.10 klukkan 16:30.

Góð mæting var á fundinn og þökkum við öllum þeim sem mættu.

Varið var yfir helstu atriði og hvernig hefur gengið það sem af er vetri. Við náðum að stofna foreldrafélag fyrir eldri og yngri deild sem er gríðarlega jákvætt og mun bara efla skólastarfið.

Hlökkum til samstarfsins með ykkur í vetur 🙂

Hlíðarskóli 40 ára

Jæja betra seint en aldrei sagði einhver.

Við í Hlíðarskóla héldum upp á 40 ára afmæli skólans 29.október 2022.
Fjöldi fólks kom og skoðaði skólann og fagnaði deginum með okkur og fyrir það erum við virkilega þakklát.
Hér má sjá nokkrar myndir frá undirbúningi og afmælinu sjálfu.

Nemendur völdu hádegismatinn fyrir 19.október

Þann 19.október ætlum við að hafa öðruvísi hádegismat og völdu nemendur hvað yrði í matinn.
Allir komu saman í matsalnum og síðan var farið að ræða hvað nemendur vildu fá í matinn á þessum degi.
Margar góðar hugmyndir komu en til að fá sigurvegara að þá varð að kjósa milli nokkra rétta.

Nemendur völdu að fá bbq svínarif í matinn með frönskum. Það verður því sannkölluð veisla þann 19.október.


Hlíðarskóli 40 ára

Hlíðarskóli fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni verður opið hús í skólanum fimmtudaginn 29. september frá klukkan 14-15. Skólinn er staðsettur í Skjaldarvík 5 mínútum fyrir utan Akureyri.

Allir eru velkomnir og hér gefst einstakt tækifæri til að skoða aðstöðuna í skólanum og kynnast starfseminni. Foreldrar barna á grunnskólaaldri eru sérstaklega boðnir velkomnir sem og fólk sem starfar með börnum og ungmennum í sveitarfélaginu.

Hlíðarskóli er innan grunnskólakerfis Akureyrarbæjar og er ætlaður nemendum með hegðunar- og aðlögunarvanda, félags- og tilfinningaleg vandamál og er einnig til stuðnings fyrir fjölskyldur þeirra. Skólinn er tímabundið úrræði sem tekur við þegar reynt hefur verið til þrautar að mæta þörfum nemandans í heimaskóla.

Starfsfólk og nemendur Hlíðarskóla hlakka til að taka á móti gestum.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Þáttur 2 í Hlíðarskóla podcastinu.

Þá er komið að öðrum podcast þætti okkar hér í Hlíðarskóla.

Við fengum tónlistarmanninn og íshokkí þjálfarann Rúnar F til að koma í spjall til okkar og ræða lífið, tilveruna og ferilinn.

Við erum afskaplega þakklát þeim Rúnari og Helga fyrir að gefa sér tíma til að koma og spjalla við okkur. Einnig viljum við þakka dóra og Podcast stúdíó Akureyrar fyrir alla aðstoðina við gerð þáttanna og veita okkur tækifæri til að sinna þessu frábæra verkefni.

Hér kemur þátturinn með Rúnari F
https://www.podbean.com/ew/pb-imwua-1232204

Einnig fyrir þá sem ekki voru búin að hlusta á þáttinn með Helga Sæmundi að þá er hann hér fyrir neðan.

https://hlidarskoli.podbean.com/e/helgi-saemundur/

Þemadagar, bátakeppni og áheitahlaup

Það er óhætt að segja að það hafi verið nóg um að vera í Hlíðarskóla í seinustu viku. Við vorum með þemadaga 24-25.maí sem tókust ótrúlega vel en þemað var útivist og hreyfing. Fyrri daginn að þá fengum við að leika okkur á kayak og voru allir mjög ánægðir með það.

Eftir hádegið fór síðan fram hið árlega áheitahlaup Hlíðarskóla. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og fór söfnunin fram úr björtustu vonum. Nemendur fengu að velja hvaða málefni yrði styrkt með ágóðanum úr hlaupinu og var félagið „Hetjurnar“ fyrir valinu en félagið aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi. Við erum ótrúlega stolt að segja frá því að nemendur okkar í Hlíðarskóla söfnuðu rúmlega 103 þúsund krónur sem rennur til þessa góða málefnis. Skólinn þakkar nemendum okkar sem hlupu hverja ferðina á fætur öðru til að safna sem mestum peningum. Einnig vill skólinn þakka þeim foreldrum sem styrktu hlaupið og starfsfólki Hlíðarskóla en hver einn og einasti starfsmaður styrkti hlaupið og af því erum við stolt. Hér fyrir neðan má sjá Valdimar skólastjóra Hlíðarskóla afhenda Dagný peninginn sem safnaðist en hún kom fyrir hönd Hetjanna.

Við byrjuðum seinni daginn hjá gólfklúbbnum Jaðri og reyndum fyrir okkur í golfi. Skemmtilegt sport og höfðu nemendur og starfsmenn gaman af.

Eftir hádegið fór fram hin árlega bátakeppni Hlíðarskóla. Allir nemendur höfðu smíðað báta og síðan er tímataka niður lækinn sem rennur í gegnum Skjaldarvíkurlandið. Keppnin var æsispennandi og mátti litlu muna þegar kom að efstu sætunum.

Yndislegir dagar að baki og við förum þakklát og glöð inn í seinustu viku skólaársins með okkar frábæru nemendum.

Lærdómur við heimsklassa aðstæður

Það eru fáir skólar sem geta státað sig af jafn fallegu umhverfi og Hlíðarskóli.
Það hafa komið fallegir og góðir dagar og þá nýtum við tækifærið og umhverfið til kennslu.

Á fyrri myndinni má sjá starfsfólk og nemendur virða fyrir sér fjóra Hnúfubaka sem léku listir sýnar í sjónum rétt fyrir utan Hlíðarskóla en það nálægt að hægt var að fylgjast vel með frá bæjarstæðinu.

Seinni myndin var tekin í gær og þá nýttum við daginn og hér má sjá nemendur í myndmennt hjá Óla. Það má segja að þarna sé verið að læra við heimsklassa aðstæður.

1 2 3 4 5 6 11